Átta síbrotamenn dæmdir
Á vef Morgunblaðsins er greint frá því að átta menn á aldrinum 19-22 ára voru dæmdir í tveggja til 14 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fjölda afbrota, aðallega innbrot og þjófnaði, sem framin voru á árunum 2002-2004 í Keflavík.
Tveir mannanna, fæddir 1983 og 1984, fengu 12 og 14 mánaða dóm og þurfa að sitja refsinguna af sér í fangelsi en refsing annarra var bundin skilorði til þriggja ára.
Tveir sakborninganna voru dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor, einn í tveggja, annar í sex og tveir í níu mánaða fangelsi hvor. Var fullnustu refsingar þeirra frestað um þrjú ár og fellur hún niður að þeim tíma liðnum brjóti þeir ekki af sér á meðan.
Mennirnir voru ákærðir fyrir fjölda brota; m.a. vopnalagabrot, umferðarlagabrot, fíkniefnabrot, hylmingu, innbrot í verslanir, fyrirtæki og heimili þar sem þeir tóku alls kyns muni og varning ófrjálsri hendi; m.a. riffla, haglabyssur, skot, tölvur, myndbandstæki, armbandsúr, íþróttafatnað og íþróttaskó, sjónauka, og myndavélar.
Þá voru tveir mannanna sakfelldir fyrir tilraun til ráns í söluturni við Kópavogsbraut í Kópavogi í nóvemberlok sl. Annar þeirra var og sakfelldur fyrir að hafa þrisvar tekið eldsneyti á bifreið sína, samtals fyrir um 14.000 krónur, á bensínstöðvum í Hafnarfirði en ekið á brott án þess að greiða fyrir.
Alls voru ungu mennirnir dæmdir til að borga verjendum sínum um 800.000 krónur í málsvarnarlaun. Einn sakborninganna var sýknaður og voru laun verjanda hans, 100.000 krónur, felld á ríkissjóð.
Einn mannanna var sakfelldur fyrir umferðar-, vopnalaga- og fíkniefnabrot og sektaður um 118.500 krónur í ríkissjóð og sviptur ökurétti til fjögurra mánaða. Greiði hann ekki sektina innan mánaðar kemur 22 daga fangelsi í staðinn.
Tveir mannanna, fæddir 1983 og 1984, fengu 12 og 14 mánaða dóm og þurfa að sitja refsinguna af sér í fangelsi en refsing annarra var bundin skilorði til þriggja ára.
Tveir sakborninganna voru dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor, einn í tveggja, annar í sex og tveir í níu mánaða fangelsi hvor. Var fullnustu refsingar þeirra frestað um þrjú ár og fellur hún niður að þeim tíma liðnum brjóti þeir ekki af sér á meðan.
Mennirnir voru ákærðir fyrir fjölda brota; m.a. vopnalagabrot, umferðarlagabrot, fíkniefnabrot, hylmingu, innbrot í verslanir, fyrirtæki og heimili þar sem þeir tóku alls kyns muni og varning ófrjálsri hendi; m.a. riffla, haglabyssur, skot, tölvur, myndbandstæki, armbandsúr, íþróttafatnað og íþróttaskó, sjónauka, og myndavélar.
Þá voru tveir mannanna sakfelldir fyrir tilraun til ráns í söluturni við Kópavogsbraut í Kópavogi í nóvemberlok sl. Annar þeirra var og sakfelldur fyrir að hafa þrisvar tekið eldsneyti á bifreið sína, samtals fyrir um 14.000 krónur, á bensínstöðvum í Hafnarfirði en ekið á brott án þess að greiða fyrir.
Alls voru ungu mennirnir dæmdir til að borga verjendum sínum um 800.000 krónur í málsvarnarlaun. Einn sakborninganna var sýknaður og voru laun verjanda hans, 100.000 krónur, felld á ríkissjóð.
Einn mannanna var sakfelldur fyrir umferðar-, vopnalaga- og fíkniefnabrot og sektaður um 118.500 krónur í ríkissjóð og sviptur ökurétti til fjögurra mánaða. Greiði hann ekki sektina innan mánaðar kemur 22 daga fangelsi í staðinn.