Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 16. maí 2008 kl. 15:46

Átta sækja um sýslumannsembættið í Keflavík

Dómsmálaráðuneyti bárust átta umsóknir um embætti sýslumannsins í Keflavík en umsóknarfrestur rann út 13. maí síðastliðinn. Skipað er í embættið frá og með 1. júní 2008 til fimm ára í senn.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðgeir Eyjólfsson, sem gegnt hefur starfinu frá ársbyrjun 2007 hefur verið skipaður sýslumaður í Kópavogi og tekur við þeirri stöðu næstu mánaðamót.

 

Umsækjendur eru eftirtaldir:

 

Árni Haukur Björnsson, fulltrúi hjá sýslumanninum í Keflavík

 

Ásgeir Eiríksson, fulltrúi og staðgengill sýslumannsins í Keflavík

 

Brynjar Kvaran, skrifstofustjóri og staðgengill sýslumannsins í Kópavogi

 

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu

 

Halldór Frímannsson, sérfræðingur - lögmaður á fjármálasviði Reykjavíkurborgar

 

Úlfar Lúðvíksson, skrifstofustjóri og staðgengill sýslumannsins í Reykjavík

 

Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði

 

Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík