Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átta ökumenn kærðir fyrir hraðakstur
Þriðjudagur 18. desember 2012 kl. 09:01

Átta ökumenn kærðir fyrir hraðakstur

Lögreglan á Suðurnesum kærði átta ökumenn fyrir hraðakstur um helgina. Sá sem hraðast ók á Reykjanesbraut mældist á 122 kílómetra hraða. Hann var ölvaður undir stýri og var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Annar ökumaður mældist á 67 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Sá var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur, sem og þrír aðrir ökumenn sem lögregla hafði afskipti af.

Þá óku tveir réttindalausir og einn til viðbótar var á óskoðuðum bíl. Loks höfðu tveir ökumenn lagt bílum sínum ólöglega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024