Átta ökumenn kærðir fyrir hraðakstur
Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gærdag og nótt á Reykjanesbrautinni. Sá sem hraðast ók var mældur á 125 km hraða. Þá var einn ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka bifreið sinni þrátt fyrir að vera áður sviptur ökuleyfi.






