Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átta óku of hratt við skóla
Mánudagur 12. september 2016 kl. 15:00

Átta óku of hratt við skóla

Ellefu ökumenn hafa á síðustu dögum verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar af voru átta sem óku of hratt í nágrenni við skóla, þar sem hámarkshraði er alla jafna 30 km á klukkustund. Á Reykjanesbraut mældist sá sem hraðast ók á 136 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Þá voru tveir ökumenn færðir á lögreglustöð þar sem sýnatökur staðfestu neyslu á fíkniefnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024