Átta óku of hratt
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af átta ökumönnum um og eftir helgina sem allir áttu það sameiginlegt að aka yfir löglegum hámarkshraða. Sá sem hraðast ók á Reykjanesbrautinni, þar sem hámarkshraði er 90 km., mældist á 129 kílómetra hraða. Annar ökuþór mældist á 111 km. hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km. og hinn þriðji mældist á rúmlega 80 kílómetra hraða þar sem leyfilegt er að aka á allt að 50 km. hraða. Þá voru númer klippt af þremur bifreiðum, sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar á réttum tíma.