Átta ljósastaurar fuku um koll á Reykjanesbraut
Óvenjumikið rok um síðustu helgi.
Átta ljósastaurar við Reykjanesbraut brotnuðu í óveðrinu um síðastliðna helgi. Í samtali við Morgunblaðið segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir hann staurana óvenjumarga, enda hefði veðurhæðin verið óvenjumikil. Staurarnir hafi ekki verið hannaðir með það fyrir augum að þeir brotnuðu við þessar aðstæður, heldur þegar ekið yrði á þá.
G. Pétur segir að ekki sé um að ræða fyrsta skipti sem vandræði séu með ljósastaura við Reykjanesbraut. Fyrr í vetur hafi nokkrir þeirra gefið sig. Staurarnir sem brotnuðu voru skv, heimildum Morgunblaðsins, elstu staurarnir við brautina. Búið er að fjarlægja þá og setja nýja í staðinn.