Átta kærðir fyrir of hraðan akstur
Átta ökumenn hafa undanfarna daga verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.
Sá sem hraðast ók mældist á 135 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund, hans bíður 90.000 króna fjársekt og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af átta bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.