Átta bílar brunnu í Vogum - grunur um íkveikju
Mikill eldur kom upp í átta bifreiðum og einum báti í porti á hafnarsvæðinu í Vogum laust fyrir klukkan sex í morgun. Ekki er vitað um eldsupptök en líklegt er að um íkveikju sé að ræða. Bifreiðarnar voru flest allar nýjar og voru þar á meðal einn Hummer og tvær BMW bifreiðar.
Tjónið nemur tugmilljónum króna. Dekk brunnu og eldsneytistankar sprungu í eldinum og skapaðist töliverð hætta af þeim sökum. Íbúar í Vogum vöknuðu við sprengingarnar. Um klukkustund tók að slökkva eldinn.
Þá var tilkynnt um annan bruna í gömlum torfkofa nálægt hafnarsvæðinu á sjötta tímanum í gærkvöld. Þar er einnig talið að um íkveikju hafi verið að ræða. Bæði málin eru í rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum.
Tjónið nemur tugmilljónum króna. Dekk brunnu og eldsneytistankar sprungu í eldinum og skapaðist töliverð hætta af þeim sökum. Íbúar í Vogum vöknuðu við sprengingarnar. Um klukkustund tók að slökkva eldinn.
Þá var tilkynnt um annan bruna í gömlum torfkofa nálægt hafnarsvæðinu á sjötta tímanum í gærkvöld. Þar er einnig talið að um íkveikju hafi verið að ræða. Bæði málin eru í rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum.