Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átta ára Keflvíkingur vann stærsta vinninginn í Jólalukku VF
Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa óskar Hlyni Snæ, vinningshafa stærsta vinningsins í Jólalukku VF 2012 til hamingju. VF-mynd/pket.
Miðvikudagur 2. janúar 2013 kl. 17:01

Átta ára Keflvíkingur vann stærsta vinninginn í Jólalukku VF

Vann 100 þús. kr. gjafbréf í Nettó. Ætlar að nota gjafabréfið til að kaupa sér sjónvarp í Nettó.

„Ég er búinn að velja mér nýtt sjónvarp í Nettó,“ sagði Hlynur Snær Snorrason, 8 ára Keflvíkingur og handhafi stærsta vinningsins í Jólalukku Víkurfrétta 2012, 100 þúsund króna gjafbréfs í Nettó í Njarðvík.

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa hf. afhenti unga vinningshafanum gjafabréf á skrifstofu Samkaupa í dag. Ómar óskaði honum til hamingju og þakkaði honum og foreldrum hans, Kristínu S. Kristinsdóttur og Snorra Pálmasyni fyrir þátttökuna í Jólalukkunni.

Kristín sagði að strákurinn hefði verið mjög áhugasamur um að koma skafmiðunum í kassana í Nettó og Kaskó. „Við pössuðum að gera öll okkar jólainnkaup í Nettó og Kaskó og svo fengum við líka smærri vinninga, kjöt og fleira sem kom sér vel. Það er góð búbót í jólamánuðinum. Við fórum nokkrar ferðir með miða til að eiga betri möguleika á að vera dregin út,“ sagði ánægð mamma við VF.

Auk hundrað þúsund krónu gjafabréfsins voru margir veglegir vinningar í Jólalukku VF, m.a. tólf Icelandair Evrópufarmiðar, árskort og fjölskyldukort og fleiri stórir vinningar frá Bláa lóninu og fjölmargir flottir frá fjölda fyrirtækja og verslana á Suðurnesjum, samtals 5200 alls.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir þakka öllum sem komu að Jólalukkunni fyrir samstarfið. Markmið hennar er að styrkja verslun og þjónustu á Suðurnesjum.

Fjölskyldan kampakát á skrifstofu VF, Kristín, Hlynur og Snorri.