Átta ára drengur varð fyrir bíl
Gekk aftur fyrir strætisvagn
Átta ára drengur varð fyrir bíl í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um miðjan dag í gær. Óhappið varð með þeim hætti að strætisvagn var kyrrstæður á stoppistöð, þar sem verið að hleypa út farþegum. Drengurinn gekk aftur fyrir vagninn og út á götuna með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann fékk aðhlynningu og fékk að fara heim að henni lokinni.