Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átta ákærðir fyrir hraðakstur
Þriðjudagur 12. maí 2015 kl. 10:34

Átta ákærðir fyrir hraðakstur

Mesti hraðinn mældist 139 km á klst.

Átta ökumenn hafa á undanförnum dögum verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 139 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Annar ökumaður var kærður fyrir hraðakstur var án ökuréttinda og að auki eftirlýstur vegna vararefsingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá fjarlægði lögregla skráningarnúmer af þremur bifreiðum sem voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar.