Átt þú þessi reiðhjól?
Fjöldi óskilamuna berst lögreglu á ári hverju. Komist munirnir ekki til skila eru þeir boðnir upp. Síðast í gær fékk lögreglan í sína vörslu þessi tvö glænýju reiðhjól sem samkvæmt upplýsingum lögreglu hafa verið í Grænásbrekkunni í nokkra daga. Eigandi hjólanna getur vitjað þeirra hjá lögreglunni á Suðurnesjum gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi
Uppboð á óskilamunum í vörslum lögreglunnar verður haldið föstudaginn 31. maí nk. klukkan 15.00 við lögreglustöðina í Keflavík, Hringbraut 130.
Aðallega er um að ræða reiðhjól. Hér með er skorað á þá sem hafa glatað reiðhjólum og öðrum munum að athuga hjá okkur hvort þar sé hlutina að finna.