Átt þú þessar bátakerrur?
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, lýsir eftir eigendum að bátakerrum sem eru á opnu svæði í Grófinni.
„Er ekki viss um að mikið af þessu sé í notkun? En nú fá eigendur færi á að vitja þeirra annars bara Hringrás,“ segir Guðlaugur Helgi á fésbókarsíðunni „Reykjanesbær - gerum góðan bæ betri“.
Nú verða eigendur bátakerranna að bregðast hratt við áður en vagnarnir fara í brotajárnsvinnslu.