Átt þú myndir úr Grindavík?
Bókasafn Grindavíkur stendur þessa dagana fyrir átaki til söfnunar gamalla mynda úr bænum.
Leitast er við að finna myndir sem sýna daglegt líf í Grindavík í tímans rás til að setja upp myndasafn á heimasíðu bókasafnsins. Þetta verkefni er í tengslum við það að nú eru 100 ár liðin frá stofnun Lestarfélagsins Mímis, en Mímir var fyrsti vísirinn að stofnun Bókasafns Grindavíkur.
Bæði gamlar og nýjar myndir sem gefa hugmynd um líf og starf í Grindavík og nágrenni eru vel þegnar, en stefnt er að því að hafa veglega dagskrá í sambandi við þessi tímamót þann 10. október næstkomandi.
Mynd af vefsíðu Saltfisksetursins
Leitast er við að finna myndir sem sýna daglegt líf í Grindavík í tímans rás til að setja upp myndasafn á heimasíðu bókasafnsins. Þetta verkefni er í tengslum við það að nú eru 100 ár liðin frá stofnun Lestarfélagsins Mímis, en Mímir var fyrsti vísirinn að stofnun Bókasafns Grindavíkur.
Bæði gamlar og nýjar myndir sem gefa hugmynd um líf og starf í Grindavík og nágrenni eru vel þegnar, en stefnt er að því að hafa veglega dagskrá í sambandi við þessi tímamót þann 10. október næstkomandi.
Mynd af vefsíðu Saltfisksetursins