Átt þú fermingarmyndina þína?
Í Bókasafni Reykjanesbæjar verður sett upp sýning í Átthagastofu um fermingar fyrr og nú. Sýningin opnar föstudaginn 31. mars og mun standa fram yfir Hvítasunnu.
Bæjarbúar eru beðnir að taka þátt í sýningunni og koma með fermingarmyndir af sér í safnið sem verða til sýnis á sýningunni. Einnig biðjum við bæjarbúa um að koma jafnvel með servíettur, kerti, skeyti eða annað sem mögulega hefur varðveist. Fyllstu varúðar verður gætt við vörslu muna og mynda og að sjálfsögðu verður öllu skilað í lok sýningar. Síðustu forvöð að skila myndum og munum er miðvikudaginn 15. mars.
Allar upplýsingar má nálgast hjá Önnu Margréti Ólafsdóttur verkefnastýru safnsins, í gegnum netfangið [email protected] eða í síma 421-6774.