Atriði í stórmynd tekið við Rockville
Rafmagnstaurum hefur verið komið upp á vegarspottanum frá Sandgerðisvegi og að Rockville á Miðnesheiði. Ekki verður rafmagni þó hleypt á línurnar á staurunum heldur verða þeir notaðir sem hluti af sviðsmynd í kvikmyndinni A little trip to heaven sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Atriðin í myndinni verða tekin í næstu viku en kvikmyndin er sú dýrasta sem gerð hefur verið á Íslandi. Meðal leikenda í myndinni er Forest Whitaker og Julia Stiles.
Myndin: Rafmagnsstaurarnir við Rockville sem verða hluti af sviðsmyndinni í kvikmynd Baltasars Kormáks. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Myndin: Rafmagnsstaurarnir við Rockville sem verða hluti af sviðsmyndinni í kvikmynd Baltasars Kormáks. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.