ATP tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna
Fyrstur tónlistarviðburða á Suðurnesjum.
ATP-hátíðin er tilnefnd sem einn af tónlistarviðburðum ársins 2014 á íslensku tónlistarverðlaununum. Tómas Young, stjórnandi hátíðarinnar, segir afar gleðilegt að hátíðin skuli fá þessa viðurkenningu. „Það er mikið lagt upp úr því að hafa hátíðina flotta og hafa allt skipulag á hreinu. Ég er ekki frá því að maður sé bara örlítið stoltur.“ Tómas bætir við að einnig sé ánægjulegt að viðburður á Suðurnesjum sé tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna. „Ég man ekki til þess að það hafi gerst áður.“