Atli Geir nýr sviðsstjóri skipulagssviðs Grindavíkurbæjar
Atli Geir Júlíusson, verkfræðingur, hefur verið verið ráðinn í starf sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs hjá Grindavíkurbæ. Frá þessu er greint á vef bæjarins.
Atli Geir lauk lauk meistarnámi í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands vorið 2011. Atli Geir hefur undanfarin fjögur ár starfað hjá Verkfræðistofu Suðurnesja en þar á undan starfaði hann hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar.
Atli Geir er giftur Gígju Eyjólfsdóttur og saman eiga þau tvö börn, þau Patrek og Hildigunni. Atli Geir hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Grindavík sl. 10 ár.
Með vinnu sinni hefur Atli Geir þjálfað yngri flokka í körfubolta í Grindavík frá árinu 2009 ásamt því að sinna kennslu í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.