Atlantsolía vill byggja bensínstöð við Rósaselstorg
Atlantsolía bætist í hóp þeirra sem vilja byggja eldsneytisafgreiðslu við Rósaselstorg, síðasta hringtorgið áður en komið er að Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Bæjarstjórn Garðs samþykkti á síðasta fundi sínum afgreiðslu bæjarráðs Garðs á umsókn Atlantsolíu, þar sem samþykkt var samhljóða að vísa erindinu til Skipulags-og byggingarnefndar sveitarfélagsins.
Með umsókn sinni var Atlantsolía að endurnýja umsókn og vísa í fyrra erindi frá því árið 2007.