Atlantsolía við hlið Biðskýlisins í Njarðvík
Atlantsolía hyggst reisa sjálfsafgreiðslubensínstöð við Biðskýlið í Njarðvík að Hólagötu 22. Að sögn Geirs Sæmundssonar framkvæmdastjóra Atlantsolíu hafa framkvæmdir verið boðnar út og standa viðræður við verktaka yfir. Gert er ráð fyrir að verktími framkvæmdanna sé um þrír mánuðir.
Geir segir að fyrirtækið hlakki til að koma inn á markaðinn í Reykjanesbæ. „Við erum komnir með tank í Sandgerði fyrir báta og höfum sótt um lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð í Sandgerði. Við höfum verið að sækja um lóðir undir stöðvar víða um land og okkur hefur verið tekið mjög vel.“
Geir segir að stuðningur almennings við fyrirtækið sé mikill og að bensínsala hafi margfaldast á stöðvum félagsins síðustu vikur. „Stuðningur almennings er mikill enda byggist uppbygging eins og við erum að fara útí á stuðningi almennings,“ sagði Geir Sæmundsson framkvæmdastjóri Atlantsolíu í samtali við Víkurfréttir.
Geir segir að fyrirtækið hlakki til að koma inn á markaðinn í Reykjanesbæ. „Við erum komnir með tank í Sandgerði fyrir báta og höfum sótt um lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð í Sandgerði. Við höfum verið að sækja um lóðir undir stöðvar víða um land og okkur hefur verið tekið mjög vel.“
Geir segir að stuðningur almennings við fyrirtækið sé mikill og að bensínsala hafi margfaldast á stöðvum félagsins síðustu vikur. „Stuðningur almennings er mikill enda byggist uppbygging eins og við erum að fara útí á stuðningi almennings,“ sagði Geir Sæmundsson framkvæmdastjóri Atlantsolíu í samtali við Víkurfréttir.