Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Atlantic Studios leiga byggingu undir kvikmyndaver á Ásbrú
Föstudagur 18. september 2009 kl. 00:07

Atlantic Studios leiga byggingu undir kvikmyndaver á Ásbrú

Veik staða íslensku krónunnar getur komið sér vel fyrir erlenda framleiðendur kvikmynda sem sjá fjölmörg tækifæri á Íslandi til kvikmyndagerðar. Aðstaða er hér á landi til að takast á við mjög stór kvikmyndaverkefni og á Ásbrú í Reykjanesbæ hefur gamalt flugskýli nú fengið hlutverk kvikmyndavers.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur leigt fyrirtækinu Atlantic Studios byggingu 501 við Grænásbraut á Ásbrú undir kvikmyndaver. Þar er 2300 fermetra gólfflötur og allt að þrettán metra lofthæð og engar súlur í húsinu. Það hentar því vel undir kvikmyndaver.

Hallur Helgason hjá Atlantic Studios sagði í samtali við Víkurfréttir að fyrirtækið væri ekki sjálft í kvikmyndaframleiðslu, heldur hefði það verkefni að útvega aðstöðu til kvikmyndagerðar. Þar væri galdurinn að vera með rúmgott húsnæði þar sem getur verið algjört myrkur og hljóðeinangrun. Þetta er vel mögulegt í nýja kvikmyndaverinu á Ásbrú en nú verður ráðist í að hljóðeinangra húsið.

Hallur er varkár þegar spurt er um hvort stór kvikmyndatökuverkefni séu á leið til landsins. Hann staðfesti þó að margir hafi sýnt aðstöðunni hér áhuga og að unnið sé að því að koma verkefnum til landsins.

Stórt kvikmyndaverkefni þýðir miklar tekjur fyrir samfélagið og sérstaklega í næsta nágrenni tökustaðar. Má þar nefna hótel og veitingastaði, bílaleigur og þjónustu ýmiskonar, hvort sem um er að ræða smíðar eða annað. Þá hefur iðnaðarráðuneytið stutt vel við bakið á innflutningi kvikmyndatökuverkefna með endurgreiðslu á sköttum.