Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átján þúsundasti íbúinn fæddur
Þriðjudagur 27. mars 2018 kl. 16:28

Átján þúsundasti íbúinn fæddur

Íbúatala Reykjanesbæjar fór upp í 18.000 í gær mánudaginn 26.mars þegar spræk stúlka kom í heiminn kl. 13:02 á ljósmæðravakt HSS.

Af því tilefni færði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar fjölskyldunni blómvönd fyrir hönd bæjarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stúlkan vóg 3.320 gr. og var 51 cm löng við fæðingu. Hún er annað barn foreldra sinna, þeirra Örnu Vignisdóttur og Sveins Baldvinssonar en fyrir eiga þau dótturina Sóley Marín Sveinsdóttur 7 ára.