Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Átján ökumenn kærðir
Frá umferðareftirliti lögreglu á dögunum.
Föstudagur 31. maí 2013 kl. 09:55

Átján ökumenn kærðir

Lögreglan á Suðurnesjum kærði í vikunni átján ökumenn fyrir brot á umferðarlögum. Átta voru kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, mældist á 129 kílómetra hraða. Annar ökumaður mældist á 102 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 70. Sá síðarnefndi ók án þess að hafa ökuskírteini meðferðir. Þá voru tíu ökumenn kærðir fyrir stöðvunarskyldubrot.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25