Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átján íbúðir verði keyptar
Þriðjudagur 17. september 2002 kl. 11:41

Átján íbúðir verði keyptar

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að fela Fasteignum Reykjanesbæjar ehf. að kaupa 18 leiguíbúðir, sbr. samþykktir Íbúðalánasjóðs Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 13. júní s.l. að nýta sér lánsheimild að upphæð kr. 237 milljónir kr. úr Íbúðalánasjóði og auglýsa eftir íbúðum, nýjum eða notuðum til kaups.Með tilkomu Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. kemur það í verkahring þess félags að auglýsa, eiga og reka íbúðirnar. Því er óskað eftir formlegri ákvörðun bæjarráðs um að fela fyrirtækinu að kaupa íbúðirnar. Bæjarráð samþykkir tillöguna 5-0.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024