Átján ára á ofsahraða
Lögreglan á Suðurnesjum kærði sex ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni. Sá sem hraðast ók, átján ára ökuþór, mældist á 144 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hann gekkst við broti sínu og greiddi sekt á staðnum.
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af fjórum bifreiðum í umdæminu, þar sem þær voru ótryggðar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				