Átján ára á 156 á kílómetra hraða
Sautján ökumenn reyndust aka yfir leyfilegum hámarkshraða við umferðareftirlit lögreglunnar á Suðurnesjum nú um helgina. Ellefu ökumenn gerðust brotlegir með þeim hætti á aðeins þremur klukkustundum í kringum miðnætti í nótt. Ökumennirnir sautján mældust allir á of miklum hraða á Reykjanesbraut. Einn þeirra var 18 ára piltur, sem mældist á 156 kílómetra hraða. Hann þarf að greiða 140 þúsund krónur í sekt og fær þrjá punkta í ökuferilsskrá.