Athyglisverð sýning
Listasafn Reykjanesbæjar opnaði á laugardaginn athyglisverða sýningu á málverkum Eyjólfs Einarssonar. Sýningin ber heitið Söknuður/Wistfulness.
Eyjólfur hefur í tæpa hálfa öld sýnt verk sín víða bæði hér á landi og erlendis. Verkin á þessari sýningu eru einskonar framhald af sýningunni Hringekjur lífsins sem Einar setti upp á Kjarvalsstöðum. Verkin eru draumkennd með mikla dýpt. Í þeim birtist tilvera mannsins með óvæntum hætti en listamaðurinn er löngu orðinn þekktur fyrir skemmtilega túlkun sína á líkingunni um hringekjuna og Parísarhjólið sem hringrás og fallvaltleika lífsins.
Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum er opinn virka daga frá kl. 11.00 til kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00-17.00. Sýningin stendur til 8. mars og aðgangur er ókeypis.
VFmyndir/elg.