Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Athygli vakin á hárri sjávarstöðu
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 10. janúar 2020 kl. 09:28

Athygli vakin á hárri sjávarstöðu

Landhelgisgæslan vekur athygli á hárri sjávarstöðu um og eftir helgi en stórstreymt er á sunnudaginn. Um helgina er einnig gert ráð fyrir umhleypingasömu veðri með fremur lágum loftþrýstingi og því má gera ráð fyrir hærri sjávarstöðu en flóðspár gefa til kynna.

Flóðspár eru reiknaðar út frá meðalloftþrýstingi sem er 1013 hPa (millibör) en ef loftþrýstingur er lægri en það þá hækkar sjávarborð sem nemur um 1 sentimetra fyrir hvert 1 hPa í lækkun loftþrýstings. Þá má einnig gera ráð fyrir enn meiri hækkun sjávarborðs vegna áhlaðanda þar sem vindur og alda standa af hafi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024