Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Athugið þetta: Ofsaveður og veðurhæð allt að 30 m/s í nótt
Fimmtudagur 10. febrúar 2011 kl. 09:21

Athugið þetta: Ofsaveður og veðurhæð allt að 30 m/s í nótt

Gengur í suðaustan 13-20 með slyddu og síðan rigningu um hádegi við Faxaflóa, hvassast við ströndina en 18-23 í kvöld og 18-30 seint í nótt og í fyrramálið. Suðaustan 10-18 síðdegis á morgun. Hiti 2 til 6 stig síðdegis.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sunnan 3-8 og stöku él en gengur í suðaustan 13-18 með rigningu um hádegi. Suðaustan 15-23 í kvöld en 18-28 seinni part nætur og í fyrramálið. Suðaustan 10-15 síðdegis á morgun. Hiti 1 til 6 stig.


Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á veðurbloggi sínu:

„Það er fullt tilefni til þess að nú sé gripið til stóru orðanna í veðurspánni. Veðurstofan talar nú um ofsaveður og veðurhæð allt að 30 m/s. Hér áður á meðan vindstigin voru við lýði tíðkaðist að vara við stormi eða 9 vindstigum (um 21 m/s). Þegar þurfti að bæta í var talað um storm eða rok sem eru 10 vindstig. Sjaldan og aðeins við sérstök tilefni var gripið til að spá 11 vindstigum eða ofsaveðri. Vindbil ofsaveðurs er 28,5-32,6 m/s, en þar tekur efsta stigið í vindstigakvarðanum, þ.e. fárviðri við“.

Og Einar segir einnig þetta: „En aftur að spáðu ofsaveðri. Gert er ráð fyrir því að þessi lægð nr. 2 í syrpunni verði bæði dýpri og heldur nærgöngulli en sú fyrsta. Lægri skotvindurinn á undan skilunum í hæðinni um 1.000 til 2.000 metrum verður þannig heldur meiri ef af líkum lætur og þar með styrkur vindsins niðri við jörðu. Ætla má að suðvestanlands nái vindur hámarki eftir um sólarhring eða á milli kl. 06 og 09 í fyrramálið. Vindáttin verður meira SA-læg (í stað A-áttar í fyrra veðri). Það hefur í för með sé m.a. að vindur nær sé frekar á strik á Höfuðborgarsvæðinu, svo ekki sé talað um Suðurnes. Einnig á Snæfellsnesi svo nokkrir staðir séu nefndir, en vissulega verður slæmt veður um land allt þegar kemur fram á daginn“.