Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Athugasemd vegna skoðanakönnunnar
Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 13:58

Athugasemd vegna skoðanakönnunnar

Í frétt á vf.is og í Víkurfréttum í dag, þar sem sagt er frá skoðanakönnun á fylgi flokkanna í Reykjanesbæ, er sagt að Vinstri Grænir séu „farnir að nálgast það að ná manni inn“. Vegna misskilnings er þarna farið nokkið frjálslega með staðreyndir.

Ef miðað er við 80% líklega kosningaþáttöku, þurfa VG að fá ríflega 600 atkvæði til að ná inn manni. Samkvæmt skoðanakönnuninni mælist flokkurinn með 4,3% fylgi, sem þýðir 286 atkvæði miðað við forsendur. Þannig að það vantar talsvert atkvæðamagn ennþá til að hægt sé að orða það svo að VG séu „farnir að nálgast það að ná manni inn“.
Þykir rétt að taka þetta fram vegna athugasemda sem borist hafa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024