Athugasemd gerð við kjörseðil í Reykjanesbæ
Athugasemd hefur verið gerð við kjörseðil sameiningarkosningar í Reykjanesbæ. Athugasemdin snýr að því að á kjörseðlinum eru tvær spurningar, en aðeins hægt að svara annarri þeirra.
Á kjörseðlinum stendur:
Atkvæðagreiðsla í Reykjanesbæ laugardaginn 8. október 2005.
Samþykkir þú sameiningu Reykjanesbæjar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar.
Já Nei
Þá kemur seinni spurningin á seðlinum:
Samþykkir þú sem sem íbúi Reykjanesbæjar að sameining eigi sér stað við Sveitarfélagið Garð og Sandgerði.
Ekki er gefinn svarmöguleiki við þessari spurningu. Þá er á það bent að orðið “sem” er tvítekið.
Á kjörseðlinum stendur:
Atkvæðagreiðsla í Reykjanesbæ laugardaginn 8. október 2005.
Samþykkir þú sameiningu Reykjanesbæjar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar.
Já Nei
Þá kemur seinni spurningin á seðlinum:
Samþykkir þú sem sem íbúi Reykjanesbæjar að sameining eigi sér stað við Sveitarfélagið Garð og Sandgerði.
Ekki er gefinn svarmöguleiki við þessari spurningu. Þá er á það bent að orðið “sem” er tvítekið.