Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aþingi fjallar um lagafrumvarp vegna gagnavers í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 16. desember 2009 kl. 13:57

Aþingi fjallar um lagafrumvarp vegna gagnavers í Reykjanesbæ


Lagafrumvarp um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ er til umræðu á Alþingi í dag en frumvarpið er flutt af iðnaðarráðherra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með frumvarpi þessu er lagt til að ríkisstjórn Íslands og iðnaðarráðherra fyrir hennar hönd verði veitt heimild til að semja við Verne Holdings ehf. og Verne Real Estate ehf. og eigendur þeirra, Teha Investments S.a.r.l. og Novator, um gagnaver í Reykjanesbæ í samræmi við ákvæði frumvarpsins.

Í fyrsta lagi verði veitt heimild til að semja við Verne Holdings ehf. og Verne Real Estate ehf. um að félögin reisi og reki gagnaver í Reykjanesbæ. Þegar verkefninu er lokið er gert ráð fyrir allt að fjórum aðaltölvuverum og nokkrum stuðningsbyggingum sem hýsa meira en 20.000 fermetra tæknirými og nota 80–140 MW raforku til að knýja og kæla tölvubúnað. Kveðið er á um að félögin starfi samkvæmt ákvæðum íslenskra laga.

Í öðru lagi er kveðið á um skattlagningu vegna byggingar og reksturs gagnaversins en hún verður í meginatriðum í samræmi við íslensk skattalög en með nokkrum sérákvæðum. Til dæmis er kveðið á um eigi hærra en 15% tekjuskattshlutfall fyrstu fimm árin af gildistíma fjárfestingasamningsins

Í þriðja lagi er kveðið á um lögsögu íslenskra dómstóla og stöðu gerðardóms, auk þess sem íslensk lög ráði um túlkun og skýringu fjárfestingarsamningsins.


Hægt er að kynna sér frumvarpið í heild sinni á vef Alþingis hér