Athafnasvæðið á Suðurgarði stækkað
Framkvæmdir eru hafnar við landfyllingu og stækkun athafnasvæðis við Suðurgarð í Grindavík en frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Hafnarstjórn Grindavíkur telur að með landfyllingu við Suðurgarð verði til verðmætt athafnasvæði sem skapar framtíðarmöguleika í hafsækinni þjónustu í Grindavíkurhöfn og fyrirtækjum í Grindavík s.s. aukna vöruflutninga, makríllandanir, frystitogaralandanir og ýmislegt fleira.
Hagtak ehf. átti lægsta tilboð í verkið eða rúmar 7 milljónir en kostnaðaráætlun var upp á rúmar 10. Alls bárust 6 tilboð í verkið.