Atgangur í Leifsstöð
Ys og þys er á 2. hæð flugstöðvarbyggingarinnar þar sem ótal iðnaðarmenn á vegum verktaka keppast við að koma fyrir loftstokkum og alls kyns lögnum til undirbúnings innréttingum fyrir verslanir og þjónustu af ýmsu tagi í rými sem áður tilheyrði skrifstofuhaldi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., Flugmálastjórnar og sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli. Meðfylgjandi mynd var tekin á vettvangi í síðustu viku og þar má meðal annars sjá önnum kafna flísalagningarmenn. Handbragðið á flísalögðu gólfinu eftir þá staðfestir að sitthvað kunna þeir fyrir sér í faginu!
Af vef flugstöðvarinnar.
Af vef flugstöðvarinnar.