Atburðarásin getur leitt til eldgoss
Áköf jarðskjálftahrina með vaxandi ákefð síðan kl 15:00 í dag stendur yfir við Sundhjúkagíga, norðan Grindavíkur. Skjálftar geta orðið stærri en þeir sem hafa átt sér stað hingað til og gæti þessi atburðarrás leitt til eldgoss, segir Veðurstofa Íslands í tilkynningu.
Búið er að færa fluglitakóðann upp á appelsínugulan. Veðurstofa Íslands fylgist vel með framvinduninni. Nánari upplýsingar um jarðhræringarnar í frétt á forsíðu Veðurstofunnar. 
Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna jarðskjálftahrinunnar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				