Átak í skráningum hunda og katta í Grindavík
Á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur lagði Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, fram tillögu um samstarf Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og Grindavíkurbæjar um átak í skráningu katta og hunda í Grindavík, með vísan til samþykkta um hunda- og kattahald á Suðurnesjum.
Í Grindavík eru skráðir 114 hundar og 60 kettir, en á vef Grindavíkurbæjar er birtur listi yfir skráða hunda og ketti í bænum.
Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól upplýsinga- og þróunarfulltrúa að kynna verkefnið með dreifibréfi til íbúa og á vef Grindavíkurbæjar.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				