Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átak í menntun fyrir vinnumarkaðinn
Mánudagur 24. apríl 2006 kl. 09:40

Átak í menntun fyrir vinnumarkaðinn

Miðvikudaginn 12. apríl undirrituðu Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins samninga sín á milli. Skrifað var undir samninga sem tryggir símenntunarmiðstöðvunum fjármagn til að bjóða náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum, auk samninga um greiðslur til vottaðs náms, sem staðfest hefur verið að meta megi til framhaldsskólaeininga.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gefið út námsskrár, sem lýsa náminu. Meðal þeirra námsleiða sem munu fá framlag er t.d. Aftur í nám, sem er sérstaklega ætlað fullorðnu fólki sem glímir við lesblindu, Grunnmenntaskólinn, Landnemaskólinn, Jarðlagnatækni og ýmis konar fagnámskeið fyrir tilteknar starfsstéttir.

Hægt verður að bjóða upp á takmarkaðan fjölda námskeiða með þessu formi á hverju ári. Námsskrárnar eru einnig fáanlegar á vef Fræðslumiðstöðvarinnar www.frae.is.

Forsaga málsins er að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir samkomulagi ASÍ og SA um áframhaldandi gildi kjarasamninga í nóvember s.l. ákvað ríkisstjórnin að beita sér fyrir sérstöku átaki til að efla starfs- og endurmenntun einstaklinga með litla formlega menntun, jafnframt því að bæta stöðu erlends vinnuafls í íslensku samfélagi.

Í nýjum þjónustusamningi milli menntamálaráðuneytisins og ASÍ / SA, sem undirritaður var 26. janúar, var Fræðslumiðstöð atvinnulífsins falið að að þróa og framkvæma verkefnin sem yfirlýsingin kvað á um.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024