Áták í hreinsun umhverfis fyrirtæki
Umhverfisnefnd í Garði boðaði atvinnurekendur á fund í síðustu viku um umhverfi og ásýnd fyrirtækja í bænum. Fundinn sátu einnig Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri, byggingafulltrúi, fulltrúar umhverfisnefndar og bæjarfulltrúar.
Atvinnurekendur sem mættu á fundinn voru jákvæðir gagnvart því að gera átak í hreinsun umhverfis fyrirtæki. Sveitarfélagið mun útvega fleiri gáma undir rusl og setja einnig gám við Gerðaveg. Starfsfólk áhaldahúss er tilbúið að aðstoða þá sem þurfa að losna við þyngri hluti.
Unnið er að gerð Staðardagskrár 21 sem er nokkurs konar framtíðarsýn sem lítur að öllum hliðum samfélagsins. Tveir af tólf málaflokkum snúa að atvinnurekendum en það eru flokkarnir Atvinnulíf og Umhverfi og ásýnd fyrirtækja.
---
VFmynd/elg - Unnið við gerð göngustígs í Garði síðasta sumar.