Átak gegn ölvunar- og fíkniefnaakstri
Helgina 10.- 12. desember var lögreglan á Suðurnesjum með sérstakt eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri. Í þessu sérstaka verkefni hafði lögreglan á Suðurnesjum, 4 lögreglumenn og tvær lögreglubifreiðar.
124 ökumenn voru stöðvaðir yfir helgina og var rætt við þá. Ekkert athugavert kom í ljós við skoðun.
Þeir ökumenn sem lögregla ræddi við í þessu sérstaka eftirliti, tóku vel í þessa framkvæmd lögreglu og fannst gott til þess að vita að lögreglan væri með eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri. Yfir helgina voru tveir ökumenn færðir á lögreglustöð, einn grunaður um meintan akstur undir áhrifum áfengis, og annar ökumaður grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Umferðin um helgina gekk að öðru leiti vel og án slysa.