Átak gegn nagladekkjum
Þeir sem enn eru á nagladekkjum ættu að skipta yfir á sumardekkin hið snarasta, ella eiga þeir yfir höfði sér sektarkröfu upp á 5000 krónur. Lögregluliðin á suðvesturhorni landsins fylgjast sérstaklega vel með því þessa dagana hvort einhverjir eru enn á nagladekkum, en notkun þeirra er bönnuð eftir 15. apríl.
Lögreglan í Keflavík kærði fjóra ökumenn í gær fyrir að vera enn á nagladekkjum. Jafnframt hefur talsverður fjöldi ökumanna verið kærður síðustu daga vegna þessa í öðrum byggðalögum á suðvesturhorninu
Lögreglan í Keflavík kærði fjóra ökumenn í gær fyrir að vera enn á nagladekkjum. Jafnframt hefur talsverður fjöldi ökumanna verið kærður síðustu daga vegna þessa í öðrum byggðalögum á suðvesturhorninu