Átak gegn hraðakstri heldur áfram
Lögreglan heldur áfram herferð sinni sem beinist að umferðarátaki á suðvesturhorninu þar sem spjótunum er beint að hraðakstri. Í gær voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut og mældist annar á 112 km. hraða og einn ökumaður var tekinn fyrir hraðakstur á Garðvegi.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir að aka á móti einstefnu á Heiðarbergi í Keflavík og númer voru tekin af einni bifreið vegna vanrækslu á að sinna boðun lögreglu um að mæta til skoðunar.