Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Átak gegn hraðaakstri í íbúahverfum
Mánudagur 16. júní 2008 kl. 13:51

Átak gegn hraðaakstri í íbúahverfum

Reykjanesbær og Lögreglan á Suðurnesjum hafa nú hafið sameiginlegt átak gegn hraðaakstri í íbúahverfum.

Með átakinu er vakin athygli á hámarkshraða innanbæjar og verður lögreglan með hraðamælingar í völdum hverfum sem merkt verða sérstaklega. Sérstaklega verður fylgst með götum þar sem hámarkshraði er 30km,  þar sem slys hafa orðið eða hraðaakstur hefur verið mikill.

Minnt er á viðurlög þegar ekið er yfir löglegum umferðarhraða en sem dæmi má nefna að ökumaður sem ekur á 61 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 fær 45 þúsund króna sekt og ökuleyfissviptingu í 3 mánuði. Ökumaður sem ekur yfir 80 km hraða þar sem er 50 km hámarkshraði fær sekt að upphæð 25 þúsund. Eftir því sem hraðinn er meiri verða sektirnar hærri og fylgir þá í kjöfarið svipting á ökuréttindum í 3 mánuði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ sem hvetja íbúa til þess að virða hámarkshraða og sýna sérstaka aðgát þegar ekið er í íbúahverfum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024