Átak fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í Reykjanesbæ
Reykjanesbær er eitt fjölmargra sveitarfélaga sem taka þátt í verkefni Vinnumálastofnunar og Velferðarráðuneytisins um átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í sumar.
Á vef Reykjanesbæjar undir laus störf má sjá nánari upplýsingar um störfin og skulu umsóknir berast inn rafrænt í gegnum mittreykjanes.is fyrir 10. maí n.k. Í umsókn þarf að koma fram hver bótaréttur viðkomandi atvinnuleitanda er. Ef um námsmann í atvinnuleit ræðir gildir sú regla að hann sé skráður í nám í haust og sé því á milli missera eða skólastiga. Skila þarf inn skriflegri staðfestingu þess efnis.
Nánari upplýsingar um atvinnuátakið eru veittar hjá starfsþróunarstjóra í síma 421-6700.