Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Atafl gefur Orku- og tækniskóla Keilis rafmagnsbíl
Föstudagur 6. febrúar 2009 kl. 09:55

Atafl gefur Orku- og tækniskóla Keilis rafmagnsbíl


Kári Arngrímsson, forstjóri Atafls, afhenti á dögunum Orku- og tækniskóla Keilis rafmagnsbíl að gjöf.  Bíllinn er af gerðinni Peugeot 106 og er í frábæru ásigkomulagi.  

Að sögn Rúnars Unnþórssonar framkvæmdastjóra Orku- og tækniskólans mun þessi rausnarlega gjöf nýtast skólanum bæði við kennslu og rannsóknir í mekatróník og orkufræðum.  Rúnar sagði ennfremur að bíllinn væri kærkomin viðbót við þann kennslubúnað sem skólinn væri að koma sér upp og með honum gæti skólinn veitt nemendum sínum ómetanleg tækifæri til að kynnast og prófa alvöru rafmagnsbíl í náminu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
 
---

Mynd: F.v. Kári Arngrímsson forstjóri Atafls afhentir Rúnari Unnþórssyni, framkvæmdastjóra Orkuskóla Keilis, lykla að rafmagnsbílnum. Aðrir á myndinni eru f.v. Grímur Halldórsson, Þór Gils Helgason og Hjálmar Árnason. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson