Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ástin blómstrar í Eldey
Þriðjudagur 23. febrúar 2010 kl. 14:07

Ástin blómstrar í Eldey

Ástin blómstrar sem aldrei fyrr á stærsta súlustað Evrópu, Eldey undan Reykjanesi, sem er með stærri súluvörpum í heimi, en þar verpa um 14.000 - 18.000 pör árlega. Talið er að varpstofninn við Ísland sé rúm 30 þúsund pör.


Í Eldey hefur verið komið fyrir tveimur myndavélum sem á næstu vikum verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu og sjá tilhugalíf og ungauppeldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eldey er um 77 m hár klettadrangur um 15 km suðvestan við Reykjanes. Eldey er mynduð úr móbergi og er 0,03 km2. Hún er innsta skerið í skerjaklasa miklum sem stendur á einni grynningu og nær 45 sjómílur frá landi. Kallast hann Fuglasker eða Eldeyjar. Eitt þessara skerja var Geirfuglasker þar sem voru síðustu höfuðstöðvar geirfuglsins en það sökk að mestu í eldsumbrotum 1830.


Meðfylgjandi mynd er úr annarri af tveimur myndavélunum sem eru í Eldey.