Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ástand frönsku flugfreyjunnar alvarlegra en í fyrstu var talið
Þriðjudagur 22. mars 2005 kl. 01:25

Ástand frönsku flugfreyjunnar alvarlegra en í fyrstu var talið

Ástand frönsku flugfreyjunnar sem nauðlent var með í Keflavík í kvöld var alvarlegra en í fyrstu var talið. Upphaflega stóð til að gera að meiðslum flugfreyjunnar um borð í Boeing 777 breiðþotu Air France á Keflavíkurflugvelli. Þegar læknir frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafði skoðað freyjuna var hins vegar tekin ákvörðun um það að senda hana á bráðamóttöku í Reykjavík vegna gruns um innvortis blæðingar.
Flugfreyjan hafði rekið höfuðið í eitthvað þegar þotan var stödd suður af landinu fyrr í kvöld. Því var stefnan tekin á Keflavík með 440 farþega um borð. Farþegaþotan hélt áfram för sinni vestur um haf en flugfreyjan franska verður á sjúkrahúsi í Reykjavík í nótt til skoðunar.

Myndin: Sjúkrabíll við frönsku breiðþotuna í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024