Ásta Dís og Baldur vilja í bæjarstjórastól Hafnafjarðar
28 vilja verða bæjarstjórar Hafnarfjarðar. Á meðal þeirra er Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar og Baldur Þórir Guðmundsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ. Drífa Jóna Sigfúsdóttir fyrrum bæjarfulltrúi í Keflavík er einnig á meðal umsækjenda.
Umsóknarfrestur um stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði rann út þann 13. júlí þá höfðu 30 sótt um stöðuna en tveir drógu umsókn sína til baka. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.