Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ásókn í stór bátaskýli í Hvassahrauni
Á þessum slóðum vilja menn byggja allt að 50 fermetra bátaskýli. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson
Þriðjudagur 25. ágúst 2015 kl. 09:41

Ásókn í stór bátaskýli í Hvassahrauni

Umhverfis- og skipulagsyfirvöldum í Sveitarfélaginu Vogum hafa borist tvær umsóknir með stuttu millibili þar sem óskað er eftir því að fá að byggja stór bátaskýli í Hvassahrauni. Eru óskir um að byggja allt að 50 fermetra bátaskýli við ströndina.

Nefndin telur að breyta þurfi gildandi deiliskipulagi á svæðinu svo heimilt verði að byggja stærri verkfæra/bátaskýli en skipulagsskilmálar heimila og vísar ákvörðun um það til eiganda lóða á skipulagssvæðinu. Það er álit nefndarinnar að heildarstærð slíks húss geti verið 40 fermetrar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024