Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ásmundur staðfestir framboð í Rangárþingi ytra
Mánudagur 31. janúar 2022 kl. 10:23

Ásmundur staðfestir framboð í Rangárþingi ytra

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Garði, hefur staðfest að hann hafi tekið áskorun um að gefa kost á sér í oddvitasætið hjá sjálfstæðismönnum í Rangárþingi ytra.

„Tæki­færið er spenn­andi og ég gaf mínu fólki fyr­ir aust­an lof­orð um að bjóða mig fram sem sveit­ar­stjóra­efni. Frest­ur renn­ur út um miðjan fe­brú­ar og að óbreyttu fer ég í fram­boð,“ seg­ir Ásmund­ur í viðtalið við Morgunblaðið í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rangárþing ytra spann­ar svæðið milli Eystri-Rangár og Þjórsár; frá fjöru og inn á fjöll. Ásmund­ur var á ferð um svæðið um helg­ina og ræddi við fólk um lands­ins nauðsynj­ar og verk­efn­in fram und­an, segir í frétt Morgunblaðsins.

„Ég kann vel við mig hér í Rangárþingi ytra og ég á hér vini á nán­ast öðrum hverj­um bæ. Kon­an mín, Sig­ríður Magnús­dótt­ir, er frá Lyngási, skammt frá Hellu og hér í sveit eig­um við sum­ar­hús. Á þess­um slóðum á ég trausta stuðnings­menn og góða vini,“ seg­ir Ásmund­ur sem hefur flutt lögheimili sitt að Árbæj­ar­hjá­leigu í Holt­um.